Þórólfur Árnason, borgarstjóri, tók í gærkvöldi áskorun þáttarins 70 mínútna sem sýndur er á PoppTíví, en sú áskorun var að búa til „engil" í snjó á nærbuxum einum fata. PoppTíví segir, að eftir málamiðlun og pótitísk átök var fallist á það að Þórólfur tæki áskoruninni í stuttbuxun enda var hann á leiðinni í heilsurækt þegar myndirnar voru teknar. Segir sjónvarpsstöðin, að borgarstjórinn hafi staðist þessa köldu áskorun með glæsibrag.