Á annað hundrað söngkonur mættu í áheyrnarpróf

Um 40 stúlkur voru mættar þegar í morgun en áheyrnarprufurnar …
Um 40 stúlkur voru mættar þegar í morgun en áheyrnarprufurnar hófst snemma. mbl.is/Árni Torfason

Hátt á annað hundrað söngkonur komu í áheyrnarpróf í dag á vegum fyrirtækisins Concert, sem leitar að þátttakendum í ýmsis tónlistarverkefni á næstu mánuðum, þar á meðal útgáfu á geisladisk, dansleiki og tónleikahald. Áheyrnarprófin hófust kl. ellefu í morgun en fyrstu söngkonurnar mættu til skráningar á Nordica Hóteli og voru komnar í biðröðina um klukkan átta.

Gert er ráð fyrir að 3-4 söngkonur verði valdar, og samkvæmt upplýsingum frá Concert voru línur mjög farnar að skýrast síðdegis og aðeins átta stúlkur voru eftir og komnar í úrslit. Nú bíði dómnefndar það erfiða hlutverk að fækka enn frekar í þeim hópi en gert er ráð fyrir að á þriðjudag liggi fyrir hverjar verði fyrir valinu.

Að sögn Einars Bárðarsonar, framkvæmdastjóra Concert, hfefur áhugi á söngvarakeppnum sjaldan verið meiri og sé það m.a. fyrir áhrif frá Stjörnuleit. Allt sé þetta til þess fallið að auka áhuga á tónlist, ekki síst íslenskri.

„Við horfum til þess að stúlkurnar sem valdar eru út hafi gott vald á söng og jafnframt reynslu í dansi og sviðsframkomu. En ekki síst er þó mikilvægt að þær nái saman sem ein heild," segir Einar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir