Evróvisjónlagið frumflutt í kvöld

Jón Jósep Snæbjörnsson eða Jónsi, mun frumflytja Evróvision-lagið í kvöld.
Jón Jósep Snæbjörnsson eða Jónsi, mun frumflytja Evróvision-lagið í kvöld. mbl.is/Golli

Framlag Íslendinga til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2004, lagið Heaven, verður frumflutt ásamt myndbandi í þætti Gísla Marteins Baldurssonar í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi í hljómsveitinni Í svörtum fötum, syngur lagið og mun hann standa á sviði fyrir Íslands hönd í Istanbúl í Tyrklandi í vor.

Jónsi verður einmitt einn gesta Gísla Marteins í kvöld. Heaven er eftir Svein Rúnar Sigurðsson og textinn eftir Magnús Þór Sigmundsson. Aðrir gestir Gísla Marteins verða Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Björn Jörundur Friðbjörnsson en einnig mun hljómsveitin Dr. Gunni taka lagið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir