Stelpubandið Nylon kveður sér hljóðs í dag

Nylon.
Nylon. mbl.is/Golli

Ný­stofnað ís­lenskt stelpu­band, Nylon, skipað fjór­um ung­um söng­kon­um, mun í dag frum­flytja sitt fyrsta lag í út­varps­stöðvum lands­ins. Þær syngja smell­inn "Lög unga fóls­ins" sem upp­haf­lega var flutt­ur af Unun, Heiðu og Dr. Gunna fyr­ir nokkr­um árum.

Söng­kon­urn­ar fjór­ar heita Stein­unn Þóra Camilla Sig­urðardótt­ir, Klara Ósk Elías­dótt­ir, Em­il­ía Björg Óskars­dótt­ir og Alma Guðmunds­dótt­ir. Stelpu­bandið er afrakst­ur söng­prufu á veg­um tón­leika­fyr­ir­tæk­is­ins Concert ehf. sem efnt var til snemma í mars og á annað hundrað stúlk­ur mættu í. Fjór­ar stúlk­ur voru vald­ar úr þeim væna hópi og síðustu vik­ur hafa þær verið við æf­ing­ar, raddþjálf­un og upp­tök­ur, m.a. á mynd­bandi við lagið.

Ein­ar Bárðar­son hjá Concert hef­ur yf­ir­um­sjón með verk­efn­inu. Seg­ir hann að fyrsta uppá­kom­an sé áformuð seinni hlut­ann í maí og breiðskífu með Nylon sé að vænta í haust, þar sem bæði verða lög eft­ir er­lenda höf­unda en einnig nýtt efni eft­ir ís­lenska höf­unda.

Em­il­ía Björg Óskars­dótt­ir syng­ur með band­inu en fór þó ekki í áheyrn­ar­prófið. "Ég var að leika í söng­leik með FB sem heit­ir Lifi rokkið. Ein­ar sá eina æf­ing­una og spurði eft­ir það hvort ég vildi vera með, þannig að þetta var mjög óvænt."

Hún þver­tek­ur fyr­ir það að stúlk­urn­ar séu eitt­hvað í ætt við hinar frægu Krydd­stúlk­ur sem gerðu allt vit­laust í heim­in­um hér um árið. "Nei, alls ekki. Við erum ekk­ert endi­lega að stíla inn á ung­linga­markaðinn og syngj­um alls ekki bara létt FM-popp. Við tök­um allt sam­an, pönk, rokk og ró­leg lög og stíl­um bæði á full­orðna og hina yngri."

Hún seg­ir að vinn­an hafi verið mjög skemmti­leg en líka nokkuð stremb­in. Þær hafi kynnst fullt af nýju fólki og lært heil­mikið.

"Svo erum við fjór­ar orðnar bestu vin­kon­ur, eig­in­lega bara eins og syst­ur, eins væmið og það hljóm­ar," seg­ir hún. Hún bæt­ir við að þær séu samt all­ar mjög ólík­ar. "Klara er senni­lega mesti orku­bolt­inn, þótt við séum all­ar svo­litl­ir orku­bolt­ar. Ég og Alma erum svo aðeins ró­legri. Stein­unn er mamm­an í hópn­um, býður okk­ur hinum í mat og svona," seg­ir hún og hlær.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þig langar til að finna einhvern sem þú getur deilt hugmyndum þínum með. Listaverk, falleg föt, skartgripir og góður matur höfða sterkt til þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þig langar til að finna einhvern sem þú getur deilt hugmyndum þínum með. Listaverk, falleg föt, skartgripir og góður matur höfða sterkt til þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son