Michael Jackson ákærður af kviðdómi

Michael Jackson er á ný sakaður um misnotkun gegn börnum.
Michael Jackson er á ný sakaður um misnotkun gegn börnum. AP

Bandaríski popparinn Michael Jackson hefur verið ákærður af kviðdómi í Kaliforníu sem hefur rannsakað ásakanir um að Jackson hafi misnotað dreng kynferðislega í febrúar og mars á síðasta ári, að því er CNN hefur eftir heimildarmanni. Í yfirlýsingu frá lögmönnum Jacksons segir: „Michael hlakkar til að koma fyrir rétt og vill færa milljónum aðdáenda sinna um heim allan þakkir fyrir að hafa haldið áfram að styðja hann á þessum erfiða tíma.“

Lögmennirnir segja að Jackson muni lýsa sig saklausan þegar honum verður lesin ákæran 30. apríl nk. í Santa Barbara. Ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöldin hefjast.

Jackson, 45 ára, lýsti sig saklausan í janúar af sjö ákæruatriðum um ósæmilega framkomu gagnvart barni undir fjórtán ára aldri og tveimur ákæruatriðum um að haf gefið barni áfengi.

Í yfirlýsingu lögmannanna segjast þeir þess fullvissir að Jackson verði að fullu sýknaður.

Nítján manna kviðdómurinn kom saman 29. mars og sat á fundum í 13 daga til að ákveða hvort nægilegar sannanir væru til að ákæra söngvarann. Umræddur drengur var 12 ára í febrúar og mars á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir