Bandaríski söngvarinn Luther Vandross hefur ekki í hyggju að leggjast í helgan stein þrátt fyrir hjartaáfall, sem hann fékk nýlega. Vandross, sem er 52 ára, hefur átt við veikinda stríða vegna sykursýki. Hann segist ekki hafa gætt nægilega að heilsunni og hafi fallið í dá. Söngvarinn segist hafa komið sér í slæma stöðu, neitað tilvist sjúkdómsins, sem hafi valdið dauða föður síns, bróður og systur.
Nú tekur við endurhæfing hjá Vandross, en hann ætlar sér að halda áfram að syngja fram að áttrætt, að sögn BBC. Vandross er þekktur fyrir lögin "Power of Love" og "Your Love is All I Need". Þá hefur hann unnið til fjölda Grammy-verðlauna á ferli sínum.