Malkovich á puttanum um alheiminn

John Malkovich.
John Malkovich.

Leikarinn John Malkovich mun fara með stórt hlutverk í kvikmyndagerðinni af sígildri skáldsögu Douglas Adams The Hitchhiker's Guide To The Galaxy.

Malkovich mun leika trúarleiðtogann Humma Kavula, sem Adams bjó sérstaklega til fyrir kvikmyndagerðina, en það var Adams sjálfur sem skrifaði kvikmyndahandritið að myndinni. Eftir að hann lést árið 2001 tók Karey Kirkpatrick við handritsgerðinni. Tökur á myndinni hófust í síðasta mánuði í Lundúnum en eins og greint hefur verið frá áður í Morgunblaðinu þá verður myndin að hluta tekin á Íslandi.

Gary Jennings mun leikstýra myndinni en aðrir leikarar eru Mos Def, Zooey Deshcanel, Sam Rockwell og Martin Freeman.

Cannes. Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan