Vindhviða svipti hattinum af Mary

Friðrik og Mary á tröppum þinghússins, rétt áður en hatturinn …
Friðrik og Mary á tröppum þinghússins, rétt áður en hatturinn fauk af væntanlegri krónprinsessu Dana. AP

Væntanleg krónprinsessa Dana, Mary Donaldson, varð fyrir smávægilegu óhappi í dag þegar hún mætti ásamt dönsku konungsfjölskyldunni til móttöku í danska þinginu í Kaupmannahöfn. Að því er frá er skýrt í frétt Berlingske Tidende vildi ekki betur til en svo, þegar Mary gekk upp að Kristjánsborgarhöll, en að vindhviða svipti glæsilegum hatti sem hún bar, af höfði hennar.

Hans Jørgen Andersen, liðsforingi í danska hernum brást skjótt við, náði í hattinn og afhenti Mary hann. Mary tók atvikinu með brosi á vör, en gætti þó vel að hattinum eftir hviðuna. „Hún virðist vera dálítill víkingur í sér,“ sagði Christian Mejdahl, forseti danska þingsins.

Í þinginu tóku þau Mary og Friðrik við opinberri brúðkaupsgjöf þess. Frá danska þinginu fengu þau sérhannað borðstofuborð og 14 stóla.

Brúðkaup þeirra Friðriks og Mary fer fram frá Vorrar Frúarkirkju í Kaupmannahöfn á morgun.

Hatturinn fokinn, en Mary ber sig vel og brosir.
Hatturinn fokinn, en Mary ber sig vel og brosir. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup