Brúðkaupi Friðriks og Mary fagnað

Friðrik og Mary kyssast á svölum Amalíuborgarhallar nú síðdegis.
Friðrik og Mary kyssast á svölum Amalíuborgarhallar nú síðdegis. AP

Að lokinn hjónavígslu Friðriks, krónprins Dana og Mary Donaldson, sem nú hefur fengið titilinn krónprinsessa Danmerkur,um þrjúleytið í dag að íslenskum tíma, héldu hin nýbökuðu hjón í hestvagni að Amalíuborgarhöll. Þaðan stóð til að þau veifuðu til fólks sem safnast hefur saman við höllina í tilefni af deginum. Mörg hundruð manns fylgdust með því þegar brúðhjónin óku af stað í hestvagninum. Við lok brúðkaupsathafnarinnar í Vorrar frúarkirkju braust sólin fram úr skýjunum og lýsti á haf danskra þjóðfána, sem ásamt ástralska fánanum, blakta víða í borginni í dag.

Eftir að Friðrik og Mary hafa staldrað við í Amalíuborgarhöll, er ferð þeirra heitið á nýtt heimili þeirra hjóna í Fredensborgarkastala, sem er um 40 kílómetra utan við Kaupmannahöfn. Í kastalanum mun svo fara fram konungleg brúðkaupsveisla sem stendur fram á kvöld.

Um 400 gestum er boðið til veislunnar, en búist er við að henni ljúki með mikilli flugeldasýningu rétt eftir miðnætti í nótt.

Dorrit Moussaieff, forsetafrú, Þorsteinn Pálsson, sendiherra í Danmörku og Stefán Stefánsson, forsetaritari, voru fulltrúar Íslendinga við brúðkaupið.

Myndir frá brúðkaupinu og aðdraganda þess

Hin nýgiftu hjón, Friðrik krónprins Dana og Mary, krónprinsessa, ganga …
Hin nýgiftu hjón, Friðrik krónprins Dana og Mary, krónprinsessa, ganga út úr dómkirkjunni að vígsluathöfn lokinni. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir