Varnarmenn Víkings meiddir

*Víkingar söknuðu tveggja sterkra varnarmanna í leiknum gegn Fram í gær en þeir Sölvi Geir Ottesen og Jón Guðbrandsson voru meiddir.

*HEIÐAR Geir Júlíusson framherji í liði Framara lék í gær sinn fyrsta leik í efstu deild.

*FRAMHERJINN Didier Drogba sem leikur með Marseille í Frakklandi hefur jafnað sig á meiðslum sem hann hlaut um síðustu helgi gegn Mónakó. Jose Anigo þjálfari Marseille sagði í gær að leikmaðurinn yrði til reiðu þegar liðið léki til úrslita í UEFA-keppninni Valencia sem fram fer á miðvikudag í Gautaborg.

*AKRANESMEISTARAMÓTIÐ í sundi fór fram um helgina í Jaðarsbakkalaug á Akranesi og var þetta í fyrsta sinn sem mótið fer fram utandyra en mótið hefur fram til þessa farið fram í Bjarnalaug. Eftirtaldir sundmenn urðu Akranesmeistarar í sínum flokki: Meyjaflokkur: Inga Elín Cryer. Sveinaflokkur: Hrafn Traustason. Drengjaflokkur: Leifur Guðni Grétarsson. Telpnaflokkur: Aþena Ragna Júlíusdóttir. Karlaflokkur: Gunnar Smári Jónbjörnsson. Kvennaflokkur: Karitas Jónsdóttir.

*GUNNAR Smári Jónbjörnsson fékk 558 stig fyrir árangur sinn í 400 m skriðsundi. Aþena Ragna Júlíusdóttir fékk 602 stig fyrir árangur sinn í 400 m skriðsundi. Hrafn Traustason setti þrjú Akranesmet á mótinu.

*DANSKUR úrvalsdeildarleikmaður í körfuknattleik féll á lyfjaprófi sem tekið var af honum nýlega og reyndist hann hafa notað kannabisefni. Leikmaðurinn fékk 3 mánaða keppnisbann í Danmörku frá og með 4. maí og verður hann því klár í slaginn næsta haust er danska deildin fer af stað á ný.

*MIKE D'Antoni þjálfari NBA-liðsins Phoenix Suns hefur samið við félagið til næstu tveggja ára. D'Antoni er ætlað að endurskipuleggja leikmannahóp liðsins á næstu árum en félagið ætlar sér að berjast um NBA-titilinn á næstu árum líkt og það gerði rétt eftir 1990.

*FRANK Johnson hóf leiktíðina sem þjálfari Suns en var sagt upp störfum í desember eftir að liðið hafði unnið 8 leiki en tapað 13 leikjum. Johnson var áður leikmaður Suns.

*BÚIÐ er að bæta við 5 leikmönnum í bandaríska landsliðið í körfuknattleik sem tekur þátt á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar. LeBron James nýliði ársins frá Cleveland er einn af þessum fimm og verður hann þar með yngsti landsliðsmaður sögunnar í Bandaríkjunum, en hann er 19 ára gamall. Aðrir leikmenn eru Amare Stoudemire frá Phoenix Suns. Stephon Marbury bakvörður New York Knicks, frá New Jersey Nets kemur framherjinn Richard Jefferson og frá Suns framherjinn Shawn Marion.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Væntingar annarra til þín munu líklega koma þér í opna skjöldu í dag eða þá að eitthvað stendur ekki undir væntingum þínum. Njóttu þess að slaka á í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
5
Kathryn Hughes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Væntingar annarra til þín munu líklega koma þér í opna skjöldu í dag eða þá að eitthvað stendur ekki undir væntingum þínum. Njóttu þess að slaka á í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
5
Kathryn Hughes