Nylon-sjónvarpsþátturinn hefst í kvöld á Skjá einum

Nylon.
Nylon. mbl.is

Stúlkna­bandið Nylon, sem sett var sam­an af umboðsmanni Íslands, Ein­ari Bárðar­syni, í upp­hafi árs, hef­ur inn­reið sína í sjón­varpið í kvöld. Þá verður sýnd­ur fyrsti þátt­ur­inn af Nylon og munu stúlk­urn­ar þar með feta í fót­spor hinn­ar and­ans skyldu sveit­ar og þeirra fyrstu sem var "til­bú­in", The Mon­kees, en hún var með eig­in þætti í banda­rísku sjón­varpi á sjö­unda ára­tugn­um.

Í þætt­in­um verður fylgst með Nylon; þeim Em­il­íu, Ölmu, Klöru og Stein­unni, á æf­ing­um, á tón­leik­um, við upp­tök­ur og spjallað við þær sam­an og í sitt hvoru lagi. Einnig er talað við umboðsmann­inn þeirra, Ein­ar Bárðar­son, og aðra máls­met­andi menn í ís­lenska popp­brans­an­um. Þætt­irn­ir verða viku­lega á dag­skrá Skjás eins út sum­arið.

Að sögn Klöru Ósk Elías­dótt­ur Nylon­stúlku verður þátt­ur­inn byggður upp í kring­um dag­legt stúss henn­ar og vin­kvenna henn­ar sem meðlima í Nylon, en ekki verði fylgst með þeim 24 tíma á sól­ar­hing eins og sums staðar hef­ur verið sagt.

"Þetta er skemmti­leg­ur vink­ill á þessu starfi okk­ar," seg­ir hún. "Það er skrýtið að hafa mynda­vél stöðugt á bak­inu, þar sem maður er með hárið í teygju og í jogg­ing­bux­um að æfa ein­hver dans­spor en það venst."

Klara seg­ir tím­ann í Nylon vera einkar lær­dóms­rík­an, þetta sé mjög gam­an en þetta sé um leið "harðkjarna" reynsla.

"Við erum auðvitað að gera það sem okk­ur finnst skemmti­leg­ast; þ.e. að syngja og koma fram," seg­ir hún.

Klara læt­ur vel af sam­starf­inu og seg­ir að þær stöll­ur nái mjög vel sam­an.

"Í raun var auðvitað nóg að við næðum vel sam­an í sam­starf­inu, vinátt­an var eng­in krafa. Þannig að þetta er ánægju­leg auka­af­urð að við náum svona vel sam­an. Ágrein­ings­mál koma auðvitað líka upp en væri líka eitt­hvað skrýtið ef það væri ekki, enda er sam­starfið mjög náið."

Klara seg­ir að lok­um að stefnt sé á breiðskífu í haust og nú sé hell­ing­ur af efni í vinnslu.

Spurð um hvort þetta sé spurn­ing um heims­yf­ir­ráð eða dauða seg­ir hún kank­vís: "Bara bæði. Byrj­um á heims­yf­ir­ráðunum og eft­ir það deyj­um við."

Dag­skrár­gerðin í Nylon er í hönd­um Ástu Briem og Bene­dikts Nikulás­ar Anes­ar Ket­ils­son­ar. Þess má og geta að Nylon verður á fleygi­ferð um landið í sum­ar og nýj­asta lag þeirra, ábreiða yfir Manna­korns-slag­ar­ann "Ein­hvers staðar, ein­hvern tím­ann aft­ur", er í spil­un á út­varps­stöðvum um þess­ar mund­ir.

Nylon er á dag­skrá Skjás eins klukk­an 21.00 í kvöld.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þér finnst annað fólk treysta um of á þig til þess að hjólin snúist. Allir hlutir kosta sitt en það er forgangsröðin sem skipti röllu máli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þér finnst annað fólk treysta um of á þig til þess að hjólin snúist. Allir hlutir kosta sitt en það er forgangsröðin sem skipti röllu máli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell