Hómer og Marge Simpson vinsælasta parið

Hómer og Marge.
Hómer og Marge.

Teiknimyndahjónin Hómer og Marge Simpson eru vinsælasta skáldaða par sem um getur. Í öðru sæti eru Rómeó og Júlía í leikriti Shakespeares og í þriðja sæti Mikki og Minna mýs. Þetta er niðurstaða könnunar, sem sjónvarpsþáttur á vegum Disney fyrirtækisins lét gera nýlega.

Um 4500 börn og fullorðnir tóku þátt í könnuninni. Gary Kane, einn af framkvæmdastjórum Disney On IceSM sagði að það hefði komið aðstandendum könnunarinnar verulega á óvart að Simpsonhjónin báru sigurorð af Rómeó og Júlíu.

Efstu pörin í könnuninni voru þessi:

  1. Hómer og Marge Simpson,
  2. Rómeó og Júlía
  3. Mikki mús og Minna mús
  4. Heathcliff og Cathy í Fýkur yfir hæðir
  5. Monica og Chandler í Vinum
  6. Sandra D og Danny Zuko í söngleiknum Grease
  7. Scarlett O'Hara og Rhett Butler í Á hverfanda hveli
  8. Herra og frú Kartöfluhöfuð
  9. Pétur Pan og Vanda
  10. Carrie Bradshaw og Mr Big í Beðmálum í borginni.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan