Þetta er allt að koma fékk flestar tilnefningar til íslensku leiklistarverðlaunanna

Kvennakór, með Eddu Arnljótsdóttur í forystu, lætur að sér kveða …
Kvennakór, með Eddu Arnljótsdóttur í forystu, lætur að sér kveða í sýningu Þjóðleikhússins á leikritinu Þetta er allt að koma, sem tilnefnd var til 10 Grímuverðlauna í dag. mbl.is/Þorkell

Sýning Þjóðleikhússins, Þetta er allt að koma, eftir Hallgrím Helgason í leikgerð Baltasars Kormáks, fær flestar tilnefningar til Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna að þessu sinni, tíu að tölu, en tilnefningar voru kynntar við athöfn í Borgarleikhúsinu í dag. Fast á hæla hennar koma Ríkarður þriðji, sem einnig var sett upp í Þjóðleikhúsinu, með níu tilnefningar, og sýning Leikfélags Reykjavíkur á Chicago, sem hlaut átta tilnefningar.

Þrjár sýningar hlutu fimm tilnefningar, Brim hjá Vesturporti, Græna landið í Þjóðleikhúsinu og Meistarinn og Margaríta í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Þjóðleikhúsið fær langflestar tilnefningar, 30 talsins. Leikfélag Reykjavíkur kemur næst með 16. Verðlaunin verða afhent 16. júní nk. á Stóra sviði Borgarleikhússins.

Tilnefningarnar voru eftirfarandi:

Sýning ársins

Brim (Vesturport)
Meistarinn og Margaríta (Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör)
Ríkarður þriðji (Þjóðleikhúsið)
Sporvagninn Girnd (Leikfélag Reykjavíkur)
Þetta er allt að koma (Þjóðleikhúsið)


Leikstjóri ársins

Baltasar Kormákur (Þetta er allt að koma)
Hafliði Arngrímsson (Brim)
Rimas Tuminas (Ríkarður þriðji)
Stefán Jónsson (Sporvagninn Girnd)
Þórhildur Þorleifsdóttir (Chicago)


Leikari ársins í aðalhlutverki

Eggert Þorleifsson (Belgíska Kongó)
Gunnar Eyjólfsson (Græna landið)
Hilmir Snær Guðnason (Ríkarður þriðji)
Ólafur Egill Egilsson (Brim)
Stefán Jónsson (Erling)


Leikkona ársins í aðalhlutverki

Brynhildur Guðjónsdóttir (Edith Piaf)
Harpa Arnardóttir (Sporvagninn Girnd)
Jóhanna Vigdís Arnardóttir (Chicago)
Ólafía Hrönn Jónsdóttir (Þetta er allt að koma)
Sigrún Edda Björnsdóttir (Sporvagninn Girnd)


Leikari ársins í aukahlutverki

Björn Thors (Græna landið)
Eggert Þorleifsson (Chicago)
Hjálmar Hjálmarsson (Meistarinn og Margaríta)
Þór Tulinius (Draugalest)
Þröstur Leó Gunnarsson (Þetta er allt að koma)


Leikkona ársins í aukahlutverki

Brynhildur Guðjónsdóttir (Þetta er allt að koma)
Edda Arnljótsdóttir (Þetta er allt að koma)
Guðrún S. Gísladóttir (Vegurinn brennur)
Guðrún S. Gísladóttir (Ríkarður þriðji)
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir (Ríkarður þirðji)


Leikmynd ársins

Börkur Jónsson og Hlynur Kristjánsson (Brim)
Gretar Reynisson (Græna landið)
Gretar Reynisson (Þetta er allt að koma)
Sigurjón Jóhannsson (Chicago)
Vytautas Narbutas (Ríkarður þriðji)


Búningar ársins

Elín Edda Árnadóttir (Chicago)
Filippía I.Elísdóttir og Vytautas Narbutas (Ríkarður þriðji)
Helga I. Stefánsdóttir (Þetta er allt að koma)
Filippía I. Elísdóttir (Jón Gabríel Borkmann)
Þórunn María Jónsdóttir (Meistarinn og Margaríta)

Lýsing ársins

Björn Bergsteinn Guðmundsson (Edith Piaf)
Björn Bergsteinn Guðmundsson (Þetta er allt að koma)
Egill Ingibergsson (Meistarinn og Margaríta)
Lárus Björnsson (Chicago)
Páll Ragnarsson (Ríkarður þriðji)


Tónlist ársins

Faustas Latenas (Ríkarður þriðji)
Jóhann G. Jóhannsson (Edith Piaf)
Jón Ólafsson (Chicago)
Karl Olgeirsson (Paris at Night)
Margrét Örnólfsdóttir (Meistarinn og Margaríta)


Leikskáld ársins

Bragi Ólafsson (Belgíska Kongó)
Hallgrímur Helgason og Baltasar Kormákur (Þetta er allt að koma)
Hávar Sigurjónsson (Pabbastrákur)
Jón Atli Jónasson (Brim)
Ólafur Haukur Símonarson (Græna landið)


Dansverðlaun ársins

Ástrós Gunnarsdóttir (Dance Performance / Skissa)
Jochen Ulrich (Chicago)
Katrín A. Johnson (Symbiosis)
Katrín A. Johnson (Æfing í Paradís)
Lára Stefánsdóttir (Lúna)


Danssýning ársins

Dance Performance / Skissa eftir Ástrós Gunnarsdóttur
Lúna eftir Láru Stefánsdóttur (Íslenski dansflokkurinn)
The Match eftir Lonneke van Leth (Íslenski dansflokkurinn)
Symbiosis eftir Itzik Galili (Íslenski dansflokkurinn)
Æfing í Paradís eftir Stijn Celis (Íslenski dansflokkurinn)


Barnaleiksýning ársins

Dýrin í Hálsaskógi, eftir Thorbjörn Egner (Þjóðleikhúsið)
Lína langsokkur, e. Astrid Lindgren / Staffan Götestam (Leikfélag Reykjavíkur)
Rauðu skórnir, byggð á samnefndri sögu H.C. Andersens (10 fingur)
Tveir menn og kassi, eftir Torskild Lindebjerg (Möguleikhúsið)
Ævintýrið um Augastein, eftir Felix Bergsson (Á senunni)

Útvarpsverk ársins

Babbitt eftir Sinclair Lewis í leikgerð Maríu Kristjánsdóttur.

Stjórn upptöku: Hjörtur Svavarsson.

Leikstjóri: María Kristjánssdóttir.


Calderon eftir Pier Paolo Pasolini

Stjórn upptöku: Björn Eysteinsson.

Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir.

Hinn íslenski aðall, eftir Bjarna Jónsson, byggt á verki Þórbergs Þórðarsonar.

Stjórn upptöku: Hjörtur Svavarsson.

Leikstjóri: Viðar Eggertsson.


Sálmurinn um blómið. Leikgerð Jóns Hjartarsonar, eftir skáldsögu Þórbergs Þórðarsonar.

Stjórn upptöku Björn Eysteinsson.

Leikstjóri: María Reyndal.


Sumar á Englandi, eftir Edvald Flisar. Stjórn upptöku: Björn Eysteinsson.

Leikstjóri: Hjálmar Hjálmarsson.


Ævinlega. Leikgerð Bjarna Jónssonsr, eftir skáldsögu Guðbergs Bergssonar.

Stjórn upptöku: Björn Eysteinsson.

Leikstjóri: María Kristjánsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan