Creed kveður

Það var alltaf stutt í testósterónið hjá Creed.
Það var alltaf stutt í testósterónið hjá Creed.

Rokksveitin Creed er hætt. Creed átti dramatíska rokksmelli á borð við "Higher" og "With Arms Wide Open" og gaf út breiðskífurnar My Own Prison, Human Clay og Weathered.

Plötur Creed seldust í samtals tuttugu og fjórum milljónum eintaka í Bandaríkjunum þar sem þeir áttu sterkt bakland. Creed hóf upptökur á fjórðu plötu sinni síðasta vetur en andinn í herbúðum Creed-liða var víst að engu orðinn, sérstaklega var spennan mikil á milli Mark Tremonti gítarleikara og Scott Stapp söngvara en þeir stofnuðu sveitina á sínum tíma.

Þrír fyrrv. meðlimir ætla að stofna nýja sveit með nýjum söngvara. Hljómsveitin heitir Alter Bridge og inniheldur Creed-liðana Tremonti, Scott Phillips, Brian Marshall (sem hafði hætt í Creed árið 2000) og söngvarann Myles Kennedy (áður í Mayfield Four). Fyrsta plata Alter Bridge kemur út í ágúst. Stapp vinnur hins vegar að sólóefni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan