Uma Thurman besta leikkonan á MTV-kvikmyndahátíðinni

Quentin Tarantino og Uma Thurman á Cannes-kvikmyndahátíðinni.
Quentin Tarantino og Uma Thurman á Cannes-kvikmyndahátíðinni. AP

Konur voru í sviðsljósi MTV-kvikmyndahátíðarinnar í Culver í Kaliforníu í gærkvöldi þegar verðlaun voru veitt og viðurkenningar afhentar. Hin blóðþyrsta og hefnigjarna Uma Thurman í Kill Bill: Vol. 1 fékk verðlaun fyrir bestan leik konu í aðalhlutverki, að því er Ananova greinir frá. Drew Barrymore og Adam Sandler hrepptu titilinn besta parið á hvíta tjaldinu fyrir hlutverk sín í hinni óvenjulegu „minnislausu og rómanstísku“ kvikmynd 50 First Dates.

Við afhendingu verðlaunanna hrósaði Uma Thurman vini sínum Quentin Tarantino leikstjóra Kill Bill kvikmyndanna. Hann hefði varið mörgum árum í að skrifa handritið fyrir hana.

Drew Barrymore stakk upp á hún og Sandler þökkuðu Hawaii því að mynd þeirra var tekin þar en Adam Sandler sagðist aðeins vilja þakka fólkinu þar sem hefði útvegað sér „illgresi“.

Á MTV-hátíðinni var Hringadróttinssaga: Konungurinn snýr aftur, verðlaunuð sem besta kvikmyndin og Johnny Depp var valinn besti karlleikarinn fyrir hlutverk sitt í Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl og Jack Black hreppti verðlaun sem besti grinleikarinn fyrir hlutverk sitt í School of Rock.

Á meðal þeirra sem skemmtu gestum hátíðarinnar með spili og söng má nefna Eminem og hljómsveit hans D12, Beastie Boys og Yeah Yeah Yeahs.

Lucy Liu var kjörin besta varmennið fyrir hlutverk sitt í …
Lucy Liu var kjörin besta varmennið fyrir hlutverk sitt í Kill Bill Vol. 1. AP
Paris Hilton, t.v., og Carmen Electra kyssast á sviðinu þegar …
Paris Hilton, t.v., og Carmen Electra kyssast á sviðinu þegar Paris afhenti Carmen verðlaun fyrir besta kossinn í kvikmyndinni Starsky & Hutch. Það rétt grillir í Snoop Dog á bak við hinar kossaglöðu konur. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan