Andrés Önd, ein vinsælasta sögupersóna Walt Disneys, fagnar 70 ára afmæli sínu í dag. Afmælishátíðar verða haldnar í Disney görðum og annars staðar í heiminum í fagnaðarskyni vegna þessara tímamóta. Andrés kom fyrst fram á sjónarsviðið 9. júní 1934 í teiknimyndasögu, sem hét Wise Little Hen. Hin fræga önd hefur frá þeim tíma komið fram í mörg hundruð teiknimyndum og teiknimyndasögum, sem hafa verið þýddar á tugi tungumála.
Í Disney-garðinum í París verður í dag tendrað á 70 kertum á köku, sem Andrés fær á afmælisdaginn. Jafnframt munu fótspor Andrésar verið skráð á frægðarstíginn svonefnda við hlið leikaranna Bruce Willis og Sharon Stone.
Afmæli Andrésar verður fagnað á Íslandi um helgina, en á laugardag og sunnudag verður haldin mikil afmælishátíð í Kringlunni.