Bowie hættir við Hróarskeldu

David Bowie.
David Bowie.

Söngvarinn David Bowie hefur boðað forföll á tónlistarhátíðina í Hróarskeldu sem fram fer í samnefndum bæ í Danmörku um helgina.

Það er samkvæmt læknisráði sem Bowie tók ákvörðun um að mæta ekki en hann var fyrr í vikunni lagður inn á sjúkrahús í Þýskalandi með verki í öxl sem orsökuðust af klemmdri taug. Hann þurfti jafnframt að hætta við tónleika í Prag í síðustu viku af heilsufarsástæðum.

Talsmenn söngvarans, sem er 57 ára, harma ákvörðunina sem og aðstandendur Hróarskelduhátíðarinnar en Bowie átti að vera stærsta númerið næstkomandi föstudagskvöld á svokölluðu appelsínugula sviði, sem er það stærsta á hátíðinni.

www.roskildefestival.dk
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir