Rokkið hálfrar aldar gamalt - eða hvað?

Elvis Presley er gjarnan sagður frumkvöðull í rokktónlist. Ekki telja …
Elvis Presley er gjarnan sagður frumkvöðull í rokktónlist. Ekki telja þó allir að hann eigi þann heiður skilinn. AP

5. júlí næstkomandi, hálfri öld eftir að fyrsta lag Elvis Presley, „That's All Right“ kom út, munu aðdáendur Presleys og fjölmiðlar safnast saman í Memphis þar sem það var hljóðritað og fagna tímamótunum. Staðreyndin er hins vegar sú að þetta fyrsta lag rokkgoðsins var langt frá því að vera í hópi þeirra vinsælustu sem hann söng.

Þrátt fyrir þetta hefur verið litið á lagið sem upphaf að mikilli tónlistar- og menningarbyltingu sem oftast er nefnd rokk. Elvis hefur orðið þekktur undir nafninu konungur rokksins, en sumir telja full hæpið að útnefna hann skapara tónlistargreinar, sem er eins konar blanda af blús, rythmablús, sveitasöngvum og sveiflutónlist. Allar þessar tónlistargreinar komu fram á sjónarsviðið löngu á undan Elvis.

„Fæðingin var löngu búin að eiga sér stað...hvaðan fékk Elvis heiðurinn?“ spyr tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz. „Það sem við sjáum fyrir okkur þegar við hugsum um rokk er Elvis,“ segir Marc Kirkeby, sagnfræðingur sem sérhæfir sig í rokki. „En áður en hann kom til sögunnar voru komnar út hljómplötur sem líta mætti á sem rokk og þær voru gerðar af svörtum listamönnum,“ bætir hann við.

Aðrir telja að það séu ekki endilega svartir menn, eða listamenn yfirhöfuð, sem hafi verið frumkvöðlar rokksins. Fyrir tveimur árum var haldin sérstök minningarathöfn vegna 50 ára afmælis rokksins og var athöfnin kennd við Alan Freed sem var plötusnúður. Enn aðrir sagnfræðingar hafa bent á Ike Turner sem upphafsmann rokksins, vegna sérstæðra gítarsólóa hans í laginu „Rocket 88“ frá árinu 1951. Þá hafa ýmsir talið Bill Haley frumkvöðul þessa tónlistarsviðs. Árið 1954 gaf hann út lögin „(We're Gonna) Rock Around the Clock“ og „Shake, Rattle and Roll.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir