Breskar konur telja Wayne Rooney álitlegastan

Rooney er greinilega ekki bara myndarlegur heldur líka liðugur ef …
Rooney er greinilega ekki bara myndarlegur heldur líka liðugur ef marka má þessa mynd, þar sem hann, fagnar fyrra marki sínu gegn Svisslendingum á Evrópumótinu. Reuters

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Now tímaritsins, þar sem 1000 konur voru spurðar hvaða stjörnur fær þær helst til að kikna í hnjáliðunum er ljóst að breskar konur telja knattspyrnumanninn Wayne Rooney einna álitlegastan. Segir frá þessu á fréttavefnum Ananova.

Samkvæmt könnuninni þykir Wayne Rooney , fótboltakappinn ungi, myndarlegastur og þar af leiðandi myndarlegri en David Beckham, sem hingað til hefur ekki þótt óálitlegur.

Rooney er kannski ekki jafn myndarlegur og hjartaknúsararnir Brad Pitt eða Jude Law, en hann er þó sá sem flestar breskar konur myndu kjósa að fara á stefnumót með. Þykir konunum fótboltagarpurinn frá Everton, viðkunnanlegur og lýsa honum sem „sætum, indælum og knúsulegum.“

Poppsöngvarinn smávaxni, Prince, hafnaði í öðru sæti könnunarinnar, sagðist einn aðdáanda hans dýrka hann og dá, jafnvel þó hann væri „lágvaxinn og loðinn og gengi um á hælaháum skóm.“

Lenti stólpakjafturinn og sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay í þriðja sæti, söngvarinn Daniel Bedingfield í því fjórða og loks Pop Idol dómarinn Simon Cowell í því fimmta. Þá lenti prinsinn af Wales í ellefta sæti en á eftir honum kom sjálfur forseti Bandaríkjanna, George W Bush.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup