Þjálfarinn bauð liðinu út að borða

*SIGURÐUR Jónsson, þjálfari Víkings, hét sínum mönnum því fyrir leikinn gegn KA að bjóða þeim út að borða ef þeim tækist að leggja KA að velli. Hans menn kláruðu dæmið og Sigurður þurfti því að standa við stóru orðin að leik loknum. "Nú verður maður að draga fram gullkortið," sagði Sigurður eftir leikinn en virtist ekkert tiltakanlega leiður yfir því!

*ÞAÐ voru þeir bræður Rúnar og Baldur Jónssynir á Sbuaru Legacy-bifreið sem unnu Skagafjarðarrallið sem fram fór á laugardag. Bræðurnir óku sérleiðirnar fjórar á 59:39 mínútum samtals, en besti tími þeirra á sérleið var 13:59 mínútur. Í öðru sæti urðu Hilmar B. Þráinsson og Ægir Arnarson á Toyota Corolla 1600 á tímanum 1,09:34 og í þriðja sæti urðu Daníel Sigurðarson og Sunneva L. Ólafsdóttir á tímanum 1,09:51.

*ÓLAFUR Ingi Skúlason kom inn á 68. mínútu þegar Arsenal lagði utandeildarliðið Barnet, 10:1, í fyrsta æfingaleik liðsins í sumar á laugardag. Ólafur skipti við Bandaríkjamanninn, Daniel Karbassiyoon og lék í stöðu vinstri bakvarðar.

*LAUGAVEGSHLAUPIÐ fór fram á laugardaginn en það er 55 kílómetra langt hlaup frá Landmannalaugum yfir í Þórsmörk. 112 keppendur hlupu, þar af 43 útlendingar. Sigurvegari var Bretinn Andrew Shaw en hann var aðeins um mínútu frá brautarmetinu sem sett var árið 2001 af Charles Hubbard frá Bandaríkjunum. Andrew hljóp á 4.40, 38 klukkustundum. Steinar Jens Friðgeirsson varð annar á 4.53,46 klukkustundum og þriðji varð Stefán Örn Einarsson á 5.15,29 klukkustundum. Í kvennaflokki sigraði Bretinn Louis Bird á tímanum 6.03,09 klukkustundum en Katrín Þórarinsdóttir var fremst íslensku keppendanna á 6.15,04 klukkustundum.

*HARALDUR Pétursson tryggði sér um helgina heimsbikartitilinn í torfæruakstri með því að sigra keppni sem haldin var við Stapafell á Reykjanesi.

*ÍSLENSKU keppendurnir á Evrópumeistaramóti unglinga í sundi luku keppni í gærmorgun. Árni Már Árnason, Ægi, synti á 2,24,86 mínútum í 200 metra sundi og hefur bætt sig um 0,31 sekúndu. Oddur Örnólfsson, Ægi, synti á 2,15,35 mínútum í 200 metra sundi og bætti tíma sinn um 2,18 sekúndur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki útlitið blekkja þig því að enn sannast hið fornkveðna að oft er flagð undir fögru skinni. Það er einhver uppreisn í þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Sigrún Elíasdóttir
5
Camilla Läckberg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki útlitið blekkja þig því að enn sannast hið fornkveðna að oft er flagð undir fögru skinni. Það er einhver uppreisn í þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Sigrún Elíasdóttir
5
Camilla Läckberg