Fulltrúar á flokksþingi repúblikana í New York púuðu kröftuglega þegar minnst var á kvikmyndagerðarmanninn Micahel Moore og mynd hans, Fahrenheit 9/11 í ræðu á þinginu í gærkvöldi. Moore var staddur í stúku blaðamanna á þinginu þegar öldungadeildarþingmaðurinn John McCain ræddi mynd hans um leið og hann varði þá ákvörðun bandarískra stjórnvalda að ráðast inn í Írak. Sagði Moore að valið hefð staðið milli stríðs og mun alvarlegri ógnunar.
„Ekki láta neinn reyna að telja ykkur trú um annað,“ sagði McCain. „Ekki andstæðinga okkar í stjórnmálum. Og alls ekki óvandaðan kvikmyndagerðarmann sem vill að við trúum því að Írak undir stjórn Saddams hafi verið vin friðarins, þegar það var í raun land ólýsanlegrar grimmdar, pyntinga, fjöldagrafa og fangelsa sem eyðilögðu líf lítilla barna sem haldið var þar,“ bætti hann við.
Fulltrúar flokksþingsins, um 5.000 talsins, fögnuðu ræðu McCains ákaft og púuðu af miklum móð þegar hann ræddi um mynd Moores. Í henni sakar hann Bush um að ljúga til um ástæður stríðsins í Írak og að eltast við rangan óvin.