Málinu gegn Kobe Bryant vísað frá

Kobe Bryant.
Kobe Bryant. AP

Dómari í Colorado í Bandaríkjunum vísaði í gærkvöldi frá máli, sem höfðað var gegn bandarísku körfuboltastjörnunni Kobe Bryant. Saksóknarar óskuðu eftir því að fallið yrði frá málinu eftir að ung kona, sem sakaði Bryant um nauðgun, tilkynnti að hún ætlaði ekki að vitna gegn honum í réttarsalnum.

Málið gegn Bryant hefur vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum enda hafa ýmsir angar þess verið sögulegir. Hvorki Bryant né stúlkan voru í réttarsalnum í gærkvöldi en Bryant sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann bað stúlkuna afsökunar en viðurkenndi ekki neina sök.

„Þótt ég sé sannfærður um að þessi samskipti okkar voru með beggja vilja, þá geri ég mér nú grein fyrir því að hún leit og lítur ekki á atvikið sömu augum og ég," sagði Bryant í yfirlýsingunni.

Foreldrar konunnar voru í réttarsalnum og hlýddu á dómarann útskýra, að konan, sem m.a. hefur fengið morðhótanir, teldi sig ekki geta haldið málarekstrinum áfram.

Konan, sem er um tvítugt, sagði að Bryant hefði nauðgað sér eftir að hún fór inn í hótelherbergi hans í júní í fyrra. Bryant, sem er 25 ára eins barns faðir og giftur, hefur viðurkennt að hafa haft samræði við konuna en segir það hafa verið með hennar samþykki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup