Miðar á útgáfutónleika Nylon seldust upp á klukkutíma

Nylon.
Nylon. mbl.is

Miðar á útgáfutónleika Nylon í Smáralind 4. nóvember seldust uppá innan við klukkutíma en miðarnir fóru í sölu klukkan 12:00 á hádegi í dag. Ákveðið hefur verið að halda auka tónleika kvöldið eftir sem er föstudagskvöldið 5. nóvember. Þeir tónleikar verða einnig í Smáralind.

Platan 100% Nylon er væntanleg í verslanir þann 28. október næstkomandi. Platan inniheldur 11 lög sem flest eru eftir Einar Bárðarson og Friðrik Karlsson og þau Einar og Alma Guðmundsdóttir, ein Nylon-stúlknanna, sömdu textana. Á plötunni er einnig að finna tvö eldri lög sem Nylon gáfu nýtt líf í sumar, en þau eru, Lög unga fólksins eftir þá Dr. Gunna og Þór Eldon og Einhvers staðar einhvern tímann aftur eftir Magnús Eiríksson.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir