Hljómsveit trommuleikarans Jim Black, AlasNoAxis, heldur tónleika hér á landi næsta þriðjudag í Austurbæ. Sveitin er einnig skipuð þeim Hilmari Jenssyni (gítar), Skúla Sverrissyni (bassi) og Chris Speed (saxafónn). Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að tónlist Alasnoaxis megi best lýsa sem jazzskotinni spunamúsík með pönk- rokkáhrifum.
Stórsveit Nixnoltes hitar upp fyrir AlasNoAxis. Spilar sveitin balkantónlist sem á sér enga hliðstæðu á Íslandi, að því er tónleikahaldarar segja. Sveitin hefur komið fram á ýmsum stöðum upp á síðkastið.
Miðasala fyrir tónleikana er í 12 Tónum og á midi.is.