Harry Belafonte í heimsókn á Íslandi

Harry Belafonte ásamt Einari Benediktssyni, formanni landsnefndar UNICEF.
Harry Belafonte ásamt Einari Benediktssyni, formanni landsnefndar UNICEF. mbl.is/Sverrir

Söngvarinn og leikarinn Harry Belafonte er nú staddur hér á landi á vegum UNICEF á Íslandi en Belafonte er góðgerðarsendiherra UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Belafonte var nú í morgun viðstaddur þegar jólakortasölu UNICEF var hleypt af stokkunum í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík. Þá mun Belafonte m.a. opna ljósmyndasýningu um UNICEF í Smáralind síðdegis á morgun.

Harry Belafonte fæddist í Harlem í New York árið 1927 en ólst upp á Jamaíka. Þriðja plata Belafonte, Calypso, varð fyrsta plata sögunnar til að seljast í meira en milljón eintökum árið 1956 og ruddi sú plata þjóðlagatónlist frá Jamaíka braut í Bandaríkjunum og víðar.

Belafonte lék fyrst á sviði á Broadway í New York árið 1953 í leikritinu Almanac eftir John Murray Anderson og fékk Tony-verðlaunin fyrir hlutverk sitt. Hann framleiddi í kjölfarið sjónvarpsþætti og kvikmyndir í Hollywood og lék einnig í nokkrum kvikmyndum.

Heimasíða UNICEF á Íslandi

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup