Stjörnur hjá Gísla Marteini

Birgitta Haukdal í förðun hjá Elínu Reynisdóttur. Kristján fylgist með, …
Birgitta Haukdal í förðun hjá Elínu Reynisdóttur. Kristján fylgist með, en Belafonte og Gísli spjalla saman. mbl.is/Rax

Sannkallaður stjörnufans mætir í þáttinn hjá Gísla Marteini Baldurssyni í kvöld en það eru þau Harry Belafonte, Birgitta Haukdal, Kristján Jóhannsson og bróðir hans Jóhann Már. Engir áhorfendur eru við upptökur á þættinum en Gísli Marteinn segir að það hafi verið svo mikill spenningur innanhúss að fjöldi manns hafi verið í sjónvarpssal.

"Belafonte var alveg frábær. Hann heillaði alla upp úr skónum. Það kemur í ljós í þættinum hvort ætlunarverk okkar að særa hann upp á svið hafi tekist. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð. Kristján er staddur hér á landi vegna þess að hann er að fara syngja á tónleikum til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Hann er líka að gefa út disk. Með honum er bróðir hans, Jóhann Már, bóndi í Skagafirði, sem alltaf þótti rosalega góður söngvari og þótti gefa Kristjáni lítið sem ekkert eftir. Hann er líka að gefa út disk og fer beint aftur norður í Skagafjörðinn til þess að rýja nokkur hundruð kindur en Birgitta er m.a. að frumsýna nýju Birgittu-brúðuna sem er brúða sem er gerð í hennar mynd," segir Gísli Marteinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup