Kínverjar halda fegurðarsamkeppni kvenna sem farið hafa í lýtaaðgerðir

Keppendur í fyrstu fegurðarsamkeppni kvenna sem farið hafa í lýtaaðgerðir …
Keppendur í fyrstu fegurðarsamkeppni kvenna sem farið hafa í lýtaaðgerðir í Kína. AP

Fyrsta fegurðarsamkeppni kvenna sem gengist hafa undir fegrunar- eða lýtaaðgerðir fer fram í Kína 18. desember. 19 keppendur keppa til úrslita, þeirra á meðal Liu Yulan, sem er 62 ára og sést hér á einni myndinni. Hún er elst keppenda.

Fegrunaraðgerðir njóta nú sívaxandi vinsælda í Kína og opinberar tölur gefa til kynna að Kínverjar eyði árlega sem nemur 153 milljörðum króna í slíkar aðgerðir. „Áður gat ég ekki ímyndað mér að hægt væri að hafa staði þar sem gamlir gætu orðið ungir og ljótir orðið fallegir,“ segir Liu, sem hefur farið í andlitslyftingar og fleiri skurðaðgerðir á andliti.

Yfir 90 manns frá öðrum löndum en Kína sóttu um að fá að taka þátt, en höfðu ekki árangur sem erfiði því að sögn skipuleggjenda var ýmist lítil alvara á bak við umsóknirnar eða þá að tungumálaörðugleikar voru illyfirstíganlegir.

Á meðal keppenda er Liu Xiaojing, 21 árs blómarós frá borginni Harbin, en hún var karlmaður fyrir þremur árum. Hún telur að sú staðreynd hafi ekki áhrif á möguleika hennar í keppninni. „Allir óska sér að verða fallegir,“ sagði hún. „Ég er núna kona í lagalegum skilningi, og þessi keppni er fyrsta formlega skref mitt til kvenleikans,“ segir hún.

Liu sagði skipuleggjendum ekki frá því að hún væri kynskiptingur og þeir spurðu hana ekki. Hún tilkynnti í dag, fyrir framan blaðamenn, að hún hefði eitt sinn verið karl. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort vísa eigi henni úr keppni af þessum sökum.

„Ef þeir dæma mig úr leik mun ég leita réttar míns,“ segir Liu, sem auk þess að hafa látið fjarlægja stærsta „lýtið“ hefur farið í fegrunaraðgerðir á augabrúnum, nefi og höku. „Þetta eru tímamót í lífi mínu.“

Keppendur á blaðamannafundi í dag.
Keppendur á blaðamannafundi í dag. AP
Liu Xiaojing, 21 árs blómarós frá borginni Harbin, var karlmaður …
Liu Xiaojing, 21 árs blómarós frá borginni Harbin, var karlmaður fyrir þremur árum. AP
Liu Yulan, sem er 62 ára, er elst keppenda.
Liu Yulan, sem er 62 ára, er elst keppenda.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan