Sjötta Harry Potter bókin kemur í verslanir 16. júlí á næsta ári. Verður nýja bókin, Harry Potter og hálfi prinsinn, gefin út á sama tíma í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Suður-Afríku. J.K. Rowling, höfundur bókanna, sagði fyrr í dag að hún hefði lokið við að skrifa bókina. Það var Bloomsbury sem gefur bækurnar út í Bretlandi sem tilkynnti útgáfudaginn fyrir stundu, en hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu um 7% er þetta var tilkynnt.
Snæbjörn Arngrímsson hjá bókaútgáfunni Bjarti segist búast við að bókin komi út á íslensku í lok október eða byrjun nóvember. „Við stefnum á 30. eða 31. október, það ætti nást að þýða hana fyrir þann tíma. Það hefur að minnsta kosti tekist með fyrri bækurnar,“ sagði Snæbjörn.