Hetja á hamfarasvæðum fangelsuð við heimkomu

Connell gengur út úr réttarsal í Brisbane í gær.
Connell gengur út úr réttarsal í Brisbane í gær.

Ástrali að nafni Thomas Connell er sagður hafa bjargað að minnsta kosti 20 mannslífum er flóðbylgja skall á tælenskri baðströnd á annan dag jóla og þótti því hetja. Í augum áströlsku réttvísinnar telst hann þó áfram skúrkur og situr nú á bak við lás og slá í heimalandi sínu.

Haukfrán augu lögreglumanna hjá lögreglusveitum Queenslandríkis í Ástralíu báru kennsl á Connell er við hann birtist sjónvarpsviðtal sem tekið var á hamfarasvæðunum.

Þar sýndist þeim kominn maðurinn sem þeir hafa verið á eftir um tveggja ára skeið vegna innbrota og líkamsárása. Því höfðu þeir snör handtök er hann sneri aftur til Ástralíu í gær og handtóku hann er hann steig frá borði flugvélar á flugvellinum í Brisbane og færðu hann á bak við lás og slá.

Connell kveðst undrandi á móttökunum og heldur því fram að lögreglan fari mannavillt, rugli saman sér og einhverjum öðrum. Segist hinn nýbakaði „miskunnsami samverji af Patongströnd“ ósáttur við að dúsa nú í klefum með ótíndum bófum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú veistu að heimurinn getur verið sanngjarn og átt því gott með að sinna verkefnum þínum af bjartsýni. Ekki naga þig í handarbökin þó þú hafir misst af tækifæri til að ferðast, það kemur annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Camilla Läckberg
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú veistu að heimurinn getur verið sanngjarn og átt því gott með að sinna verkefnum þínum af bjartsýni. Ekki naga þig í handarbökin þó þú hafir misst af tækifæri til að ferðast, það kemur annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Camilla Läckberg
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Eva Björg Ægisdóttir