Jet Li rétt slapp undan flóðbylgju á Maldív-eyjum

Hinn þekkti leikari Jet Li slapp naumlega undan flóðbylgjunni sem skall á Maldív-eyjur á annan jóladag. Li var í fríi á Maldív-eyjum með dætrum sínum yfir hátíðirnar. Þegar bylgjan kom tók hann dætur sínar með sér og togaði þjónustustúlkuna, sem var með þeim, af stað.

„Öldurnar komu mjög snögglega [...] Ég hélt á dætrum mínum og togaði þjónustustúlkuna af stað. Ég hafði rétt hlaupið nokkur skref þegar ég áttaði mig á því að vatnið náði mér í mitti,“ sagði Li áhorfendum á góðgerðartónleikum í Hong Kong.

„Þegar ég leit við var allt sem ég hafði verið að horfa á nokkrum mínútum áður horfið. Húsin hrundu. Ég hélt áfram að hlaupa en vatnið náði mér upp að munni,“ sagði hann.

Li sagði að á þeim tímapunkti hefði hann þurft að taka eina erfiðustu ákvörðun ævi sinnar.

„Ég hugsaði með mér hvað ég ætti til bragðs að taka ef vatnið hækkaði meira. Ég hélt á dætrum mínum og dró þjónustustúlkuna áfram. Átti ég sleppa þeim eða þrauka áfram? Ég ákvað að reyna að halda áfram,“ sagði Li. Hann sagði að þau hefðu öll komist aftur að hótelinu sínu þar sem þeim var sagt að önnur stærri alda væri að koma. Hótelgestirnir héldust í hendur á meðan þeir biðu eftir því að flóðbylgjan skylli á ströndinni.

82 létust á Maldív-eyjum vegna flóðbylgnanna. Li bað áhorfendur á tónleikunum að láta fé af hendi rakna en hann hefur sjálfur gefið eina milljón dollara, andvirði um 63 milljóna króna. Hann hyggst auk þess koma á fót styrktarsjóð vegna hamfaranna og hvatti fólk til að gefa mánaðarlega í sjóðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú veistu að heimurinn getur verið sanngjarn og átt því gott með að sinna verkefnum þínum af bjartsýni. Ekki naga þig í handarbökin þó þú hafir misst af tækifæri til að ferðast, það kemur annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Camilla Läckberg
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú veistu að heimurinn getur verið sanngjarn og átt því gott með að sinna verkefnum þínum af bjartsýni. Ekki naga þig í handarbökin þó þú hafir misst af tækifæri til að ferðast, það kemur annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Camilla Läckberg
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Eva Björg Ægisdóttir