Leikarinn Kiefer Sutherland, sem dvaldist hér á landi um áramótin, segist hafa orðið forviða yfir skotgleði Íslendinga. „Ég sá örugglega rosalegustu flugeldasýningu á ævi minni,“ er haft eftir honum á vefritinu Contactmusic. „Það eru engin lög um flugelda á Íslandi, sem gerir gamlárskvöld mjög áhugavert. Þetta er lítil þjóð en þeir eyða meira en 15 milljónum dollara í flugelda fyrir þetta kvöld.
„Þetta er eins og stríðssvæði. Það er ekkert skipulag ... ég sá sex ára krakka halda á 15 kílóa sprengjuvörpu og annar sex ára krakki elti hann með eldspýtur.
Ég tók myndband af þessu því ég hélt ekki að neinn myndi trúa mér heima,“ sagði Sutherland.