Robert Plant, fyrrverandi söngvari Led Zeppelin og núverandi sólólistamaður, mun halda tónleika ásamt hljómsveit í Laugardalshöll 24. apríl næstkomandi. Plant mun flytja efni frá tuttugu ára sólóferli auk valdra verka úr efnisskrá Led Zeppelin. Hann verður einnig með nýja plötu, Mighty Rearranger, í farteskinu, en hún kemur formlega út daginn eftir tónleikana.