Strandaglópur á flugvellinum í fimm mánuði

Engum sögum fer af því hvort Hollendingurinn hafi ferðast með …
Engum sögum fer af því hvort Hollendingurinn hafi ferðast með KLM. mbl.is/KLM (Capital Photos)

Hollenskur ferðamaður hefur nú loksins komist til síns heima eftir að hafa verið strandaglópur á flugvelli í Brasilíu í fimm mánuði. Sheridan Gregorio heitir þessi ferðalangur, og hann dvölin langa var á vellinum í Fortaleza.

Frá þessu greinir Ananova.com, og hefur eftir brasilíska blaðinu Jornal da Globo.

Þegar Gregorio kom á völlinn með gildan flugmiða heim til Hollands áttaði hann sig á því að hann var ekki búinn að greiða flugvallarskattinn, og var orðinn alveg blankur.

Hann missti af fluginu út af þessu, og þá var farmiðinn ekki lengur gildur og ekki hægt að fá hann endurgreiddan.

Gregorio átti ekki krónu og tók því til bragðs að gista á flugvellinum og vann sér til matar með þrifum á veitingastöðum, og fékk líka greitt smávegis fyrir það.

Þegar hann hafði aurað saman fyrir flugvallarskattinum náði brasilíska lögreglan samkomulagi við flugfélagið um að leyfa honum að nota gamla flugmiðann til að komast heim.

Hann ber Brasilíumönnum vel söguna, þeir hafi verið afskaplega góðir við sig.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka