Velvet Revolver leikur í Egilshöll

Velvet Revolver.
Velvet Revolver.

Bandaríska rokksveitin Velvet Revolver mun halda tónleika í Egilshöll 7. júlí næstkomandi, að því er Ragnheiður Hanson tónleikahaldari staðfesti við Morgunblaðið í gærkvöldi. Sama fyrirkomulag verður á tónleikunum og á tónleikum Iron Maiden í júní, þ.e. húsinu verður skipt í A- og B-svæði. Miðasala verður auglýst síðar.

Velvet Revolver er skipuð Scott Weiland, fyrrverandi söngvara Stone Temple Pilots, þríeykinu Slash, Duff McKagan og Matt Sorum, sem áður voru í Guns n' Roses og David Kushner úr Wasted Youth.

"Velvet Revolver er stórt nafn og þetta verða stórir tónleikar. Þeir taka mestmegnis Guns n' Roses- og Stone Temple Pilots-lög á tónleikum sínum, auk eigin efnis," segir Ragnheiður en Velvet Revolver hefur sent frá sér eina breiðskífu, Contraband, sem inniheldur m.a. lögin "Slither" og "Fall To Pieces".

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir