Bílasmiðurinn DeLorean látinn

John DeLorean á blaðamannafundi þar sem DeLoreanbíllinn var kynntur.
John DeLorean á blaðamannafundi þar sem DeLoreanbíllinn var kynntur. AP

Bílasmiðurinn John Z. DeLorean, sem framleiddi heimsþekktan sportbíl á níunda áratug síðustu aldar, er látinn áttræður að aldri. Margir þekkja DeLoreanbílinn vegna þess að honum var breytt í tímavél í kvikmyndaröðinni Aftur til framtíðar.

DeLorean bjó í bandarísku bílaborginni Detroit. Hann starfaði lengi hjá GM og hannaði aflmikla sportbíla. Margir töldu að hann ætti eftir að taka við stjórnartaumunum hjá GM en hann hætti störfum hjá fyrirtækinu 1973 og stofnaði eigið bílaframleiðslufyrirtæki á Norður-Írlandi. Átta árum síðar kom fyrsti DeLorean DMC-12 bíllinn á götuna.

Bíllinn vakti mikla athygli enda var hann óvenjulegur að mörgu leyti, með vængjahurðir og úr ryðfrýju stáli. Aðeins voru þó framleiddir 8900 DeLoreanbílar á næstu þremur árum og árið 1983 var þess krafist að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta.

DeLorean var handtekinn árið eftir og sakaður um að hafa reynt að selja kókaín til að afla fyrirtækinu fjár. Hann var sýknaður eftir að honum tókst að sannfæra kviðdóm um að hann hefði gengið í gildru lögreglunnar. DeLorean var einnig síðar sýknaður af fjársvikaákæru en hann átti sér ekki framar viðreisnar von í bílaheiminum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú standa uppi með fangið fullt af verkefnum og enginn að hjálpa þér. Biddu um aðstoð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú standa uppi með fangið fullt af verkefnum og enginn að hjálpa þér. Biddu um aðstoð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup