Karl prins í vondu skapi í skíðafríi

Karl Bretaprins ásamt Harry og Vilhjálmi í Klosters í gær.
Karl Bretaprins ásamt Harry og Vilhjálmi í Klosters í gær. AP

Karl Bretaprins var ekki í góðu skapi þegar hann og synir hans stilltu sér upp svo ljósmyndarar gætu tekið myndir af þeim í Klosters í Sviss, en þar eru feðgarnir í skíðafríi. Þegar Karl stillti sér upp ásamt Harry og Vilhjálmi heyrðist hann tauta: Bölvaðir durgarnir. Síðan hvíslaði hann að sonum sínum: Ég þoli þetta ekki.

Aðstoðarmenn Karls segja, að honum hafi runnið í skap þegar myndir birtust í breskum blöðum í gær af Vilhjálmi og Kate Middleton en ljósmyndarar tóku þær myndir í Klosters í vikunni.

Á fréttavef BBC kemur fram, að Nicholas Witchell, sem sér um fréttir af hirðinni fyrir breska ríkisútvarpið, hafi sagt í fréttaþætti, að eftir að hann spurði Karl um væntanlegt brúðkaup hans og Camillu Parker Bowles, hafi Karl heyrst segja við syni sína: Ég þoli ekki þennan mann. Hann er hræðilegur.

Karl og synir hans hafa undanfarin ár farið í skíðaferð til Klosters og jafnan gefið blaðamönnum og ljósmyndurum færi á að taka af sér myndir og spyrja spurninga gegn því að fá að öðru leyti að vera í friði. Í þetta skiptið tókst ljósmyndurum að taka myndir af prinsunum án þess að þeir sæju til.

Paddy Harverson, upplýsingafulltrúi Karls, segir að prinsinn hafi ekki hlakkað til þessa blaðamannafundar. „Hann vill helst vera á skíðum og hann vildi því komast upp í fjöllin. Hann fyrirlítur ekki fjölmiðlana en nokkrir ljósmyndarar ollu því að fríið byrjaði illa. Ég held að hann hafi verið í nokkru uppnámi vegna þess," sagði Harverson.

Camilla Parker Bowles, unnusta Karls, kann ekki á skíðum og var því ekki með í för.

Þegar Karl var spurður hvernig honum liði í aðdraganda brúðkaupsins, sem fara á fram 8. apríl svaraði hann: Ég er ánægður með að þú hefur heyrt af því. Síðan tautaði hann: Bölvaðir durgarnir.

Ljósmyndarar bíða prinsanna í Klosters.
Ljósmyndarar bíða prinsanna í Klosters. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er ráð að hugsa um framtíðina og íhuga hvar þú vilt vera eftir fimm ár. Settu þér markmið, skrifaðu þau niður og hafðu fyrir augunum alla daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er ráð að hugsa um framtíðina og íhuga hvar þú vilt vera eftir fimm ár. Settu þér markmið, skrifaðu þau niður og hafðu fyrir augunum alla daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach