Gæsahúð fyrir listina

Fólkið stendur skjálftandi í kuldanum í Bruges.
Fólkið stendur skjálftandi í kuldanum í Bruges. AP

Nærri 2000 manns stóðu klæðlaus og skjálf­andi af kulda í miðalda­bæn­um Bru­ges í Belg­íu í morg­un að ósk ljós­mynd­ar­ans Spencers Tunick, sem sér­hæf­ir sig í að ljós­mynda nakið fólk í kunnu um­hverfi. „Þetta var góð til­finn­ing. All­ir voru nakt­ir og það myndaðist þessi sam­kennd. Eng­inn skammaðist sín. Það var hins veg­ar afar kalt og all­ir voru hold­vot­ir," sagði Char­lotte Logg­he, ein fyr­ir­sæt­an.

Hita­stig var við frost­mark og einnig var rok og rign­ing fólkið lét það ekki á sig fá og kastaði klæðum í miðbæn­um í ná­grenni við klukkut­urn frá miðöld­um.

Í leik­húsi bæj­ar­ins sett­ist fólk einnig nakið á áhorf­enda­bekk­ina og stillti sér upp eft­ir ósk­um Tunicks.

Tunick hef­ur tekið ljós­mynd­ir af þessu tagi frá ár­inu 1992 og vakið heims­at­hygli. Ljós­mynd­ar­inn valdi Bru­ges til að opna Corp­us 05 hátíðina, sem stend­ur yfir þar til í sept­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir