Fulltrúar Moldavíu fengu bestar viðtökur á lokaæfingunni

Zdob si Zdub frá Moldavíu á æfingu í Kænugarði í …
Zdob si Zdub frá Moldavíu á æfingu í Kænugarði í gær. AP

Samkvæmt mælingu útsendara fréttavefjarins esctoday.com á viðbrögðum áhorfenda, sem voru viðstaddir síðustu æfinguna fyrir undankeppni Eurovisionkeppninnar í Kænugarði í dag, fengu fulltrúar Moldavíu í sönghópnum Zdob si Zdub bestar viðtökur. Um 1000 manns fylgdust með lokaæfingunni í dag en undarkeppnin, þar sem 10 þjóðir komast áfram í úrslitakeppnina á laugardag, fer fram í kvöld.

Vefurinn gefur stjörnur fyrir þær viðtökur, sem listamennirnir fengu hjá áhorfendum í dag. Voru fulltrúar Moldavíu þeir einu sem fengu fimm stjörnu fagnaðarlæti. Hollendingar, Hvítrússar, Norðmenn, Pólverjar, Rúmenar og Slóvenar fengu fjórar stjörnur en flestir fengu þrjár stjörnur, þar á meðal Selma Björnsdóttir og stöllur hennar, fulltrúar Íslands í Kænugarði.

Moldavarnir eru líflegir á sviðinu en lag þeirra fjallar um ömmu sem spilar á trommu. Amman situr raunar á sviðinu með trommu sína og í lok lagsins stendur hún upp og ber bumbuna af krafti.

Esctoday.com segir, að þessi fagnaðarlátamæling sé oft býsna nákvæm og stundum hafi lög, sem ekki voru hátt skrifuð fyrir keppnina, fengið afar góðar viðtökur á opnum æfingum og síðan unnið. Þetta eigi m.a. við um lag dönsku Olsen-bræðranna, Fly on the wings of love, árið 2002, en áhorfendur á lokaæfingunni hafi nánast gengið af göflunum þegar lagið var flutt.

Bein útsending hefst frá Kænugarði í Sjónvarpinu klukkan 19 í kvöld.

Fagnaðarlátamælingin

Myndir af þátttakendum í Kænugarði

Selma á æfingu í Kænugarði.
Selma á æfingu í Kænugarði. mbl.is/Sverrir
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir