Giftist fyrrum nemanda sínum sem hún var dæmd fyrir að nauðga

Mary Kay Letourneau fyrir rétti í febrúar 1998.
Mary Kay Letourneau fyrir rétti í febrúar 1998. AP

Mary Kay Letourneau, sem er fyrrum barnakennari í Bandaríkjunum, hefur gifst fyrrum nemanda sínum, sem hún var dæmd í fangelsi fyrir að nauðga árið 1997, þegar pilturinn var aðeins 12 ára.

Letourneau er 43 ára gömul og eiginmaður hennar, Vili Fualaau, er 22 ára. Þau voru gefin saman í gærkvöldi skammt frá Seattle í Bandaríkjunum en þau hafa búið saman í borginni frá því Letourneau var látin laus úr fangelsi í ágúst í fyrra.

Bandarísku sjónvarpsþættirnir Entertainment Tonight og The Insider keyptu einkarétt að brúðkaupinu. Miklar varúðarráðstafanir voru gerðar til að koma í veg fyrir að ljósmyndarar næðu myndum.

Mál þeirra Letourneau og Fualaau vakti á sínum tíma heimsathygli. Letourneau var handtekin árið 1997 eftir að faðir drengsins fann ástarbréf til sonar síns frá kennaranum. Letourneau gekk þá með fyrsta barn þeirra en hún var gift og fjögurra barna móðir.

Letourneau var dæmd í sjö og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að beita barn kynferðislegu ofbeldi. Einnig var henni bannað að hitta drenginn. Nokkrum vikum síðar var komið að þeim í ástaratlotum í bíl og þá var málið tekið upp aftur og Letourneau gert að afplána dóm sinn að fullu. Í fangelsinu eignaðist hún annað barn þeirra Fualaau.

Vili Fualaau fyrir rétti í mars 2002 er hann krafðist …
Vili Fualaau fyrir rétti í mars 2002 er hann krafðist einnar milljónar dala í skaðabætur frá lögreglu og skólayfirvöldum fyrir að vernda sig ekki fyrir kennara sínum. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir