95 ára maður setti heimsmet í 100 metra hlaupi

Kozo Haraguchi eftir methlaupið.
Kozo Haraguchi eftir methlaupið. AP/Kyodo News

Níutíu og fimm ára gamall maður hefur sett nýtt heimsmet í 100 metra hlaupi í aldursflokknum 95-99 ára. Nýja metið er 22,04 sekúndur og er tæpum tveimur sekúndum betra en gamla metið.

Japaninn fótfrái, sem heitir Kozo Haraguchi, hóf ekki að æfa hlaup fyrr en hann var 65 ára og hann var eini keppandinn í methlaupinu, sem fór fram í borginni Miyazaki. Haraguchi á einnig heimsmetið í aldursflokknum 90-95 ára, 18,08 sekúndur.

Haraguchi sagði að aðstæður hefðu ekki verið sem bestar vegna þess að rigning var og hann þurfti því að einbeita sér að því að renna ekki til í brautinni. „Allir hvöttu mig áfram og ég hugsaði stöðugt að ég mætti ekki hrasa," sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Loka