Apamálverk seldust fyrir metfé

Eitt af listaverkunum þremur eftir Congo.
Eitt af listaverkunum þremur eftir Congo. AP

Þrjú málverk eftir simpansann Congo seldust á uppboði í Lundúnum í dag á jafnvirði 1,7 milljóna króna og var söluverðið mun hærra en búist var við. Kaupandinn var Bandaríkjamaður að nafni Howard Hong, sem sagðist vera áhugamaður um nútímalist.

Congo var eitt sinn nefndur „Cezanne apanna" en hann varð frægur á sjötta áratug síðustu aldar fyrir litrík afstraktverk sín. Mannfræðingurinn Desmond Morris stóð á sínum tíma fyrir sýningu á verkum Congos en hann var sannfærður um að apinn, og raunar aðrir apar, skynjuðu eðli myndlistar. Gagnrýnendur voru hrifnir og skilgreindu málverkin sem óhlutbundinn expressionisma.

Picasso er sagður hafa hengt málverk eftir Congo upp á vegg í vinnustofu sinni eftir að hann fékk það að gjöf.

Þeir sem telja að Congo hafi verið raunverulegur listaapi benda á að eftir að hann lærði að fara með pensla og hætti að reyna að borða þá, málaði hann alltaf innan marka strigans og virtist gera sér grein fyrir því hvenær hann hafði lokið við málverk.

Eitt af verkunum þremur eftir Congo, sem seld voru í …
Eitt af verkunum þremur eftir Congo, sem seld voru í dag. AP
Eitt verkanna þriggja.
Eitt verkanna þriggja. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú átt ekki von á lítur kannski við hjá þér í dag. Ekki ana út í óvissuna, það er betra að hafa skipulagt sig þegar haldið er af stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú átt ekki von á lítur kannski við hjá þér í dag. Ekki ana út í óvissuna, það er betra að hafa skipulagt sig þegar haldið er af stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Loka