Vill skila Ferrari sem kemst ekki nógu hratt

Ferrari Challenge Stradale.
Ferrari Challenge Stradale.

Þýskur kaupsýslumaður sem keypti sér spánýjan Ferrari Challenge Stradale vill skila bílnum sem hann segir að komist ekki upp í 299 km hraða, eins og staðið hafi í auglýsingunni, heldur aðeins 281 km. Framleiðandinn neitar því að nokkuð sé að bílnum og vill ekki endurgreiða hann.

Frá þessu greinir Ananova og segir kaupsýslumanninn, Jörg Winterberg, ætla að lögsækja Ferrariverksmiðjurnar eftir að óháður sérfræðingur hafi einnig komist að því að bíllinn nái ekki auglýstum hámarkshraða.

Winterberg greiddi sem svarar rúmum þrettán milljónum króna fyrir bílinn. Haft er eftir honum: „Ég hefði getað keypt mér Porsche á mun lægra verði og fengið það sama út úr honum. Ég vil fá endurgreitt.“

Sem kunnugt er er enginn hámarkshraði á þýskum hraðbrautum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan