Emilíana Torrini er á leið til landsins ásamt 3 manna hljómsveit sinni til þess að spila á fernum tónleikum víðs vegar um landið. Emilíana hefur frá útkomu hljómplötunnar Fishermans Woman leikið víðsvegar um heiminn en platan hefur selst í yfir 6000 eintökum á Íslandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Hún spilar á Nasa í Reykjavík 21. júlí, Bolungarvíkurkirkju 22. júlí, á Borgarfirði Eystri 23. júlí og á Akureyri 24. júlí.
Miðaverð verður 2.500 krónur og hefst miðasala á fyrstu og síðustu tónleikana 9. júlí. Verða þeir seldir á midi.is og í 12 tónum í Reykjavík og í Ketilhúsinu á Akureyri. Ekki hefur verið ákveðið með miðasölu á hina tónleikana.