Long John Baldry látinn

Long John Baldry á tónleikum með Stuðmönnum í Reykjavík á …
Long John Baldry á tónleikum með Stuðmönnum í Reykjavík á síðasta ári.

Breski söngvarinn Long John Baldry, sem söng m.a. lagið lagið She Broke My Heart á plötu Stuðmanna Sumar á Sýrlandi árið 1975, er látinn, 64 ára að aldri. Baldry bjó síðasta aldarfjórðunginn í Vancouver í Kanada en hann fékk alvarlega lungnasýkingu þegar hann fór til Bretlands í apríl og var lagður inn á gjörgæsludeild þegar hann kom aftur til Vancouver. Hann lést þar á sjúkrahúsi í gærkvöldi.

Baldry var talinn einn af frumkvöðlum breskrar blústónlistar og var talinn hafa uppgötvað og ráðið í hljómsveitir sínar á sjöunda áratugnum ekki ómerkari menn en Mick Jagger, Rod Stewart, Elton John, Charlie Watts, Jack Bruce og Brian Auger, svo nokkrir séu nefndir. Hann söng inn á yfir 40 plötur um ævina. Eftir að hann flutti til Kanada vann hann m.a. við að talsetja auglýsingar og talaði einnig fyrir Bangsímon í teiknimyndum fyrir Disney.

Long John Baldry fékk viðurnefni sitt vegna þess að hann var 2 metrar á hæð.

„Heimurinn er fátækari eftir að hann er farinn því John lífgaði upp á umhverfi sitt með nærveru sinni og hæfileikum," sagði Frank Garcia, umboðsmaður Baldrys í tilkynningu.

Baldry kom tvívegis hingað til lands. Fyrst fylgdi hann Stuðmönnum á fyrstu tónleikaferð hljómsveitarinnar árið 1975 og síðan kom hann hingað um verslunarmannahelgina á síðasta ári og söng með Stuðmönnum í Laugardalnum í Reykjavík og á Neistaflugshátíðinni í Neskaupstað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir