Fyrstu tónleikar Kims Larsens í kvöld

Fyrstu tónleikar Kims Larsens af þrennum fara fram á veitingahúsinu NASA í kvöld, en miðar á þá seldust upp á mettíma. Larsen spilar einnig annað kvöld og á laugardagskvöld á sama stað. Tónleikahaldarar vilja geta þess sérstaklega að áhorfendur sitja ekki, heldur standa. "Aðeins verða örfáir stólar til staðar í húsinu en þó er bar á efri hæð hússins þar sem hvíla má lúin bein á meðan á hljómleikunum stendur. Fólk er beðið að huga að þessu og eins því að mæta í léttum klæðnaði enda má gera ráð fyrir að heitt verði í húsinu. Það var ósk Kims Larsens að tónleikarnir væru standandi enda um rokktónleika að ræða," segir í tilkynningu frá þeim.

Húsið verður opnað klukkan 20 og stíga Kim og Kjukken á svið stundvíslega kl. 20.30. Stutt hlé verður gert á dagskránni eftir tæpan klukkutíma og síðan spila þeir félagar í klukkutíma til viðbótar.

Tónleikar Kims Larsens og Kjukken á NASA í kvöld. Húsið verður opnað kl. 20 og sveitin stígur á svið kl. 20.30.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu á varðbergi gagnvart tilraunum til þess að leggja steina í götu þína. Reyndu umfram allt að halda ró þinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu á varðbergi gagnvart tilraunum til þess að leggja steina í götu þína. Reyndu umfram allt að halda ró þinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Carla Kovach