Olsen-systur kynna nýja tískulínu í Kanada

Olsen-systurnar vöktu mikla athygli í Kanada.
Olsen-systurnar vöktu mikla athygli í Kanada. Reuters

Mary-Kate og Ashley Olsen heimsóttu Kanada í vikunni til að hleypa nýrri tískulínu af stokkunum. Tvíburasysturnar eru þekktar leikkonur og milljónamæringar en þær eru líka báðar í háskólanámi. Fatalínan er miðuð við aldurinn 5-12 ára og verður til sölu í sparverslanakeðjunni Wal-Mart vítt og breitt um Kanada.

"Við vildum ná til fjöldans. Með því að selja á stað eins og Wal-Mart geta allir nálgast vöruna og hafa efni á henni," sagði Mary Kate. "Þeir eru með flestar búðir, svo þetta er aðgengilegast," skaut Ashley inn í. "Þetta var okkur mjög mikilvægt."

Systurnar, sem eru 19 ára, setjast á skólabekk í New York University á ný í næstu viku en þær höfðu viðdvöl í Kanada í um tvo sólarhringa.

Fyrir utan þessa fatalínu framleiðir Olsen-veldið húsgögn, ilmvötn, mottur, gleraugnaumgjarðir og úr. Systurnar eru í góðu sambandi við hönnuði varanna, sagði Mary Kate.

Vörur tvíburanna eru til sölu í Kanada og Bandaríkjunum auk þess sem vinsældir þáttar þeirra, Full House, þar sem þær byrjuðu feril sinn níu mánaða gamlar, valda því að eftirspurn er eftir vörum þeirra í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og Spáni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson