Cynthia Lennon segir John hafa fengið bræðisköst

Lennon liðlega tvítugur.
Lennon liðlega tvítugur. AP

Cynthia Lennon, fyrsta eiginkona breska tónlistarmannsins Johns Lennons, segir að Lennon hafi verið skapofsamaður og eitt sinn hafi hann slegið hana í afbrýðiskasti. Þetta kemur fram í væntanlegri bók eftir Cynthiu, en blaðið Sunday Times birti kafla úr henni í dag.

Þau Cynthia og John hittust fyrst á ofanverðum sjötta áratug síðustu aldar í Liverpool en þau voru þá bæði við nám í listaskóla. Þau giftu sig árið 1962 og eignuðust soninn Julian en skildu árið 1968.

Cynthia skrifar í bók sinni, John, að fyrrum eiginmaður hennar hafi fengið bræðisköst. „Ég gat þolað æðisköst hans, afbrýðissemi og ráðríki en ekki ofbeldið," segir hún.

Í bókarkaflanum sem birtist í í dag lýsir Cynthia eina skiptinu sem John sló hana. Á meðan þau voru í listaskólanum fylltist John afbrýðissemi þegar hann sá hana dansa við Stuart Sutcliffe, náinn vin Johns sem var í Bítlunum á upphafsárum hljómsveitarinnar.

„Næsta daginn í skólanum elti hann mig á kvennaklósettið í kjallaranum. Þegar ég kom þaðan út beið hann eftir mér og var myrkur á svip. Áður en ég gat sagt nokkuð sló hann mig í andlitið þannig að ég kastaðist á vatnsrör sem fest voru við vegginn fyrir aftan mig."

Cynthia segir, að John hafi ekki beðið sig afsökunar fyrr en þremur mánuðum síðar. „Þótt hann hafi oft atyrt mig eftir það og verið illyrtur þá beitti hann mig aldrei líkamlegu ofbeldi aftur."

Cynthia segir einnig, að John hafi ekki þolað þegar aðrir beittu hann yfirgangi og eitt sinn hafi hann flúið á brott tárfellandi eftir að Mimi, frænka hans, sem hann ólst upp hjá, og móðir Cynthiu lentu í rifrildi.

Cynthia telur að bræðisköst Johns hafi átt rætur að rekja til uppeldis hans. „Hann var tekinn frá móður sinni og alinn upp á köldu og ströngu heimili þar sem hann naut lítils atlætis og huggunar," segir Cynthia.

Julian skrifar formála að bókinni: „Pabbi var mikill hæfileikamaður, merkilegur maður sem var táknmynd friðar og ástar í heiminum. En á sama tíma átti hann mjög erfitt með veita fyrstu fjölskyldu sinni, móður minni og mér, ást og frið."

Cynthia segir að helsta ástæðan fyrir skilnaði þeirra Johns hafi verið fíkniefnaneysla hans, frekar en ótryggð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup