Mary sýnir Dönum nýja prinsinn

Mary krónprinsessa með son sinn í dag.
Mary krónprinsessa með son sinn í dag. AP

Mary krónprinsessa Dana fór í dag heim af Rigshospitalet í Kaupmannahöfn með soninn sem hún eignaðist aðfaranótt laugardagsins. Þau Mary og Friðrik krónprins leyfðu ljósmyndurum að taka myndir af syni þeirra á tröppum sjúkrahússins eftir hádegið í dag. Prinsinn ungi svaf vært meðan á þessu stóð. Mary sagði að sonur sinn væri afar skapgóður, upplýsti að hann væri dökkhærður og bætti við að sjálf væri hún ánægð með móðurhlutverkið.

„Þetta er allt mjög jákvætt og þroskandi," sagði hún „og maður fyllist svo mikilli gleði."

Þau hjónin vildu ekki upplýsa hvað þau kölluðu son sinn en Mary sagði þó að hann hefði fengið mörg gælunöfn. Svarið var hins vegar ákveðið þegar fréttamenn spurðu hvort nýi prinsinn muni ekki eignast systkini bráðum. „Að sjálfsögðu mun hann eignast þau," sagði Mary ákveðin.

Síðan settist Friðrik bak við stýrið á fjórhjóladrifnum VW Toureg bíl og óku konu sinni heim í Friðriksborgarhöll.

Friðrik og Mary með soninn.
Friðrik og Mary með soninn. AP
Mary sagðist vera í skýjunum yfir því að vera orðin …
Mary sagðist vera í skýjunum yfir því að vera orðin móðir. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup