50 Cent stefnir á bókamarkaðinn

Curtis Jackson, öðru nafni 50 Cent.
Curtis Jackson, öðru nafni 50 Cent. Reuters

Rapparinn 50 Cent, sem skírður var Curtis Jackson, stefnir að því að gefa út nokkrar stuttar skáldsögur og myndasögur. Munu fyrrum meðlimir hans í hljómsveitinni G-Unit verða fyrirmyndir persóna í sögunum sem eiga að mynda bókasyrpu með heitinu „G-Unit Books“ eða „G-einingar bækur“.

MTV sjónvarpsstöðin og Pocket Books bókaútgáfan munu standa að baki útgáfunni en 50 Cent hefur áður komið að bókaskrifum þar sem hann var annar höfunda sjálfsævisögu sinnar „From Pieces to Weight“ eða „Úr brotum í þyngd“, sem út kom á þessu ári.

Mun fyrsta rit bókaraðarinnar verða gefið út árið 2007. Eitthvað er þó á reiki hvern þátt rapparinn muni eiga í ritun bókarinnar þar sem rithöfundurinn Nikki Turner virðist hafa verið ráðin til skriftanna.

Rapparinn lék einnig í kvikmynd sem virðist byggja að hluta á lífi hans. Ber hún nafnið „Get Rich or Die Tryin´“ eða „Auðgastu eða deyðu ella“ og eru sýningar hafnar á henni vestanhafs.

Þurftu framleiðendur myndarinnar að láta fjarlægja kynningarveggspjöld tengd henni þar sem þau þóttu lofsyngja skotvopnanotkun, en þess má geta að 50 Cent sneri baki við glæpsamlegu líferni sínu og hóf tónlistarferil fyrir nokkrum árum síðan. Á veggspjaldinu umdeilda var ljósmynd af honum þar sem hann hélt á skotvopni í annari hendi og hljóðnema í hinni.

Mun bókasyrpan um G-Unit innihalda „sannleikann um Lífið; kynlífið, byssurnar og reiðuféð; hina skelfilegu hápunkta og hina stuttu ævi leikmanna götunnar,“ eins og segir í tilkynningu frá MTV og Pocket Books. Sagði frá þessu á fréttavef BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Kolbrún Valbergsdóttir