Rúmlega 200 lög bárust í forval fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Selma Björnsdóttir var fulltrúi Íslands í Kænugarði í fyrra.
Selma Björnsdóttir var fulltrúi Íslands í Kænugarði í fyrra. mbl.is/Sverrir

Frestur til að skila inn lögum vegna Söngvakeppni Sjónvarpsins 2006 rann út hinn 18. nóvember síðastliðinn. Að þessu sinni bárust 216 lög í keppnina, sem er um það bil tvisvar sinnum fleiri lög en bárust til Sjónvarpsins á síðasta ári.

Valnefnd skipuð fagfólki fær það vandasama hlutverk að leggja mat á innsend lög og velja 24 lög til þátttöku í undanúrslitum. Þegar þau lög hafa verið valin verður haldinn blaðamannafundur þar sem nöfn laga- og textahöfunda verða opinberuð.

Fyrirkomulag keppninnar sjálfrar verður með þeim hætti að haldnar verða þrjár útsláttarkeppnir í beinni útsendingu Sjónvarpsins laugardagskvöldin 21. janúar, 28. janúar og 4. febrúar á næsta ári. Í hverjum þessara þriggja þátta verða flutt átta lög og áhorfendur velja í símakosningu fjögur lög sem komast áfram í lokakeppnina sem verður haldin 18. febrúar. Það kvöld ræðst hvert þeirra 12 laga sem keppa til úrslita verður framlag Íslands í forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fer í Aþenu í Grikklandi 18. maí næstkomandi.

Sjónvarpið hefur gengið til samstarfs við fyrirtækið BaseCamp, sem mun sjá um allan undirbúning og framkvæmd við Söngvakeppni Sjónvarpsins 2006.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir